Þróunarfélag Kjalnesinga

Um Félagið

 


Þróunarfélag Kjalnesinga var stofnað þriðjudaginn 31 maí 2011. Stofnendur félagsins eru 16 einstaklingar á Kjalarnesi.

 

Stjórn Félagsins

Fyrsta stjórn félagsins kosin á stofnfundi 31.05.2011

 

Guðni Indriðason formaður
Ólafur Ásmundsson varaformaður
Kolbún B Halldórsdóttir gjaldkeri
Ólafur Þór Zoéga ritari
Frantz Pétursson meðstjórnandi.

Varastjórn

  

Samþykktir

 

SAMÞYKKTIR
ÞRÓUNARFÉLAGS KJALNESINGA

I. kafli
Heiti og markmið félagsins

1. grein
Nafn félagsins er: Þróunarfélag Kjalnesinga, skamstafað ÞK. Félagssvæðið nær yfir Kjalarnes.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein
Heimilt er félaginu að gerast aðili að samtökum sem starfa á vettvangi sem falla undir áhugasvið er félagið hefur á stefnuskrá sinni.

3. grein
ÞK er ætlað að stuða að þróun og uppbyggingu atvinnu og á Kjalarnesi með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, auka fjölbreytileika og samkeppnishæfni þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Kjalarnes sem eftirsóttan valkost til búsetu.
ÞK er einnig ætlað að vera samráðsvettvangur félagsmanna í sameiginlegum hagsmunamálum.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að;

1. Taka þátt í og vera leiðandi aðili við mótun atvinnustefnu á Kjalarnesi
2. Efla nýsköpun í atvinnulífinu t.m. með að efna til samstarfs við einstaklinga, stjórnvöld, rannsókna-, mennta- og tæknistofnanir.
3. Stuðla að samvinnu aðila í atvinnulífinu.
4. Miðla upplýsingum um tækni, rekstur og fjármögnunarmöguleika og aðstoða við gerð umsókna og lána.
5. Framfylgja stefnu stjórnar ÞK eins og hún er á hverjum tíma

II. kafli.
Félagsaðild og félagsgjald

4. grein
Félagi í ÞK getur hver sá einstaklingur orðið sem er fullra 18 ára og aðrir lögaðilar sem eru reiðubúnir að hlíta samþykktum félagsins. Umsókn í félagið skal vera skrifleg og leggjast fyrir stjórnarfund og öðlast umsækjandi full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt hana og umsækjandi greitt árgjald.
Félagaskrá er lokað 7 dögum fyrir aðalfund fram yfir stjórnarkosningar á aðalfundi.
Úrsögn úr félaginu skal einnig vera skrifleg.

5. grein
Árgjöld skulu greidd eigi síðar en 1. maí ár hvert. Eftir þann tíma er stjórn félagsins heimilt að hækka ógreidd félagsgjöld um allt að 15%. Félagar sem skulda félagsgjöld frá fyrra ári hafa eigi atkvæðisrétt á fundum félagsins og þeim er óheimilt að koma fram fyrir það út á við.

6. grein
Félagar, sem skulda árgjald frá fyrra ári, hafa ekki rétt til að starfa á vegum félagsins né hafa réttindi á fundum þess á nýju starfsári, (sem er hið sama og reikningsár félagsins) fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir út af félagaskrá 1. janúar það ár.
Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins, er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar. Ef félaga er vísað úr félaginu vegna ógreiddra félagsgjalda fær hann ekki inngöngu aftur nema greiða að fullu ógreidd félagsgjöld.

7. grein
Flokkun félagsgjalda skal miðast við eftirfarandi:
a) Einstaklingar
b) Aðrir lögaðilar

III. kafli
Stjórn, aðalfundur og fjármál / skipulag

8. grein
Málefnum félagsins er stjórnað af:
a) Aðalfundi
b) Stjórn félagsins.

9. grein
Aðalfund skal halda ár hvert fyrir lok apríl. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boðað með sjö daga fyrirvara bréflega. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði ásamt tillögu að lagabreytingum. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála nema lagabreytingum samkvæmt 19. grein þessara laga.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
1) Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
2) Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3) Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5) Reikningar bornir undir atkvæði.
6) Árgjöld ákveðin.
7) Þóknun til stjórnar ákveðin
8) Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
9) Lagabreytingar.
10) Kosningar samkvæmt 11. grein þessara laga.
11) Önnur mál.
12) Fundarslit.

10. grein
Reikningsár félagsins er almanaksárið.

11. grein
Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi, sem kosnir eru á aðalfundi félagsins 2 á jöfnu ártali og 3 á oddatölu ártali. Stjórnin skiptir með sér verkum. Meirihluti aðalstjórnar skal hafa lögheimili á Kjalarnesi.
Fimm varastjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn sem taka sæti í aðalstjórn eftir atkvæðamagni. Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs.
Þá skal og kjósa fulltrúa á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að, að því undanskyldu að formaður er sjálfkjörinn.

12. grein
Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Stjórn skal halda stjórnarfund að jafnaði einu sinni í mánuði.
Samkv. 18. gr. skal stjórnin á fyrsta fundi eftir aðalfund skipa í nefndir sem vinna skulu með stjórn að málefnum félagsins hverju sinni. Stjórnin skal framkvæma samþykktir aðalfundar, leggja nefndum til starfsreglur í skipunarbréfi, setja nauðsynlegar reglur um hina ýmsu þætti félagsstarfsins, standa skil á skýrslum til þeirra félagssamtaka sem félagið er aðili að og koma fram fyrir hönd félagsins þar sem við á. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.

13. grein
Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum þess. Formaður boðar til stjórnarfunda með a.m.k. sólarhrings fyrirvara með sannanlegum hætti og stjórnar þeim. Varamenn skulu ávallt boðaðir á stjórnarfundi og skulu þeir hafa tillögurétt og málfrelsi.
Formanni ber að boða til stjórnarfundar ef stjórnarmaður óskar þess. Stjórnarfundir eru löglegir ef þrír aðalstjórnarmenn eru mættir. Allar ákvarðanir verða að vera teknar af meirihluta stjórnar.

14. grein
Gjaldkeri hefur yfirumsjón með fjárreiðum félagsins, annast greiðslur og innheimtu félagsgjalda. Hann skal fyrir aðalfund ár hvert gera eða láta gera reikningsyfirlit um hag félagsins og leggja reikninga þess endurskoðaða fyrir aðalfund til samþykktar.
Ennfremur skal gjaldkeri félagsins skila reikningsyfirliti fyrir þær nefndir, sem hafa með einhverja fjármuni að gera og skulu viðkomandi nefndir skila honum reikningsyfirlitum eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund.

15. grein
Ritari geymir bækur og skjöl félagsins, heldur félagaskrá og ritar gjörðabók á fundum.

16. grein
Heimilt er stjórn að ráða starfsmann til félagsins og skal það þá þannig gert að um tímabundinn ráðningarsamning sé að ræða.

17. grein
Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir, þó að lágmarki einu sinni á ári. Sama er, ef minnst 1/3 fullgildra félagar æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað samkv. 9 gr. þessara laga.
Afl atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvort löglega hafi verið til hans boðað. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju samkv. 9 gr.

18. grein
Stjórn félagsins getur skipað nefndir til ákveðinna verkefna. Nefndir eru bundnar af lögum félagsins.
Nefndir, sem stofnaðar eru á aðalfundi, verða ekki lagðar niður nema samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
Stjórn skipar formenn nefnda.

IV kafli
Lagabreytingar og félagsslit

19. grein
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi sem löglega hefur verið til boðað og tillögum að lagabreytingum getið í fundarboði. Til að samþykkja lagabreytingu þarf atkvæði 2/3 hluta lögmætra félagsmanna á fundinum.

20. grein
Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir félagsins, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra án samþykkis lögmæts félagsfundar. Geta skal um fundarefni í fundarboði.

21. grein
Ef leggja á félagið niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir félagsins skal þá afhenda Íbúasamtökum Kjalarness til varðveislu.

22. grein
Lög þessi eru samþykkt á stofnfundi félagsins þann 31.05.2011 og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
Á stofnfundi 2011 skal kjósa þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs.

 

powered by social2s