Björgunarsveitin Kjölur

Björgunarsveitin Kjölur

Aðstaða
Þórnýjarbúð,
Grundarholti,
116 Kjalarnesi
Sími í húsi: 566-7557
Bílasímar:
Kjölur 1: 853-5670,
Kjölur 2: 852-3303
Bakvaktarsími: 616-8493

Vefur sveitarinnar

Starfið
Björgunarsveitin KJÖLUR er sú minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en heldur úti engu að síður mjög öflugri starfsemi. 12 manns eru á útkallslista (2008). Hún sinnir útköllum og verkefnum á sjó og landi. Til að mæta þeim verkum, hefur sveitin yfir að ráða nokkrum tækjakosti svo sem; Ford Econoline, Nissan Patrol, Zodiac M4 slöngubát, 4 kajökum og fjórhjóli.
Sérstaða sveitarinnar er á sviði fyrstuhjálpar þar sem samstarfssamningur er í gildi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins síðan 2006. Samningurinn nær til útkalla vegna alvarlega slysa og veikinda á Kjalarnesi og í Kjós.
Síðan um áramót 2006 hefur verið samstarf við Klébergsskóla um valáfanga í unglingadeild. Á hverju skólaári hafa tveir hópar kynnt sér björgunarsveitarstörf.
Unglingadeildin STORMUR var vakin aftur 2008 og eru 10 unglingar starfandi í henni.

Stutt um sögu sveitarinnar:
Slysavarnadeild Kjalarneshrepps var stofnuð 1949 og stóð hún fyrir björgunarsveit hreppsins sem stofnuð var 26.apríl 1951.
Sveitin var nafnlaus í fyrstu en var nefnd 'Ernir' 1975, en nafnið Kjölur kom síðar.

Keyptur var Zodiac mark-2 gúmmíbjörgunarbátur árið 1975 í kjölfarið af sjóslysi í Hofsvíkinni, þar sem tveir menn fórust þegar trilla sökk. Nýr bátur Zodiac Mark-3 gúmmíbjörgunarbátur var keyptur 1995 þar sem hinn brann inni í húsinu 1992. Í október 2006 var sá bátur endurnýjaður og keyptur Zodiac MK IV gúmmíbjörgunarbátur. Sveitin hefur líka til umráða fjóra kayaka af gerðinni Prijon Seayak, sem voru keyptir til sveitarinnar árið 2005.

Árið 1983 keypti sveitin Benz Unimog en honum var skipt út 1992 þegar núverandi bíll sveitarinnar, Ford Econline Club Wagoon var keyptur. Notaður Nissan Patrol jeppi var keyptur árið 2008.

Björgunarsveitin fékk loks almennilega aðstöðu þegar hún fékk pláss í nýbyggðu áhaldahúsi hreppsins árið 1986, þar sem hún hefur aðstöðu nú. Húsið brann í byrjun ársins 1992 og allur búnaður sveitarinnar með. Hús og búnaður var endurnýjað og var húsið nefnt Þórnýjarbúð eftir Þórnýju Ingólfsdóttir Arnarsonar, landnema á Hofi Kjalarnesi (sbr. Kjalnesingasögu 1.kafla).

Í janúar 1995 var unglingadeildin Stormur sett á laggirnar. Markmiðið var að fá 14-17 ára unglinga í sveitina sem síðar yrðu fullgildir björgunarsveitarmenn. Mikill kraftur var í unglingadeildinni fyrstu árin en hann fjaraði því miður út og starf björgunarsveitarinnar fór í ákveðna lægð. Sveitin lognaðist þó aldrei alveg útaf, henni var haldið uppi af 'gömlu brýnunum', þar á meðal Árna Snorrasyni og Þór J. Gunnarssyni.
Hreyfing komst á sveitina árið 2002 og tekist hefur að koma henni á sæmilegt skrið.. Kjalnesingar, ábúendur og saga Kjalarnesshrepps, bls.296

Meðal nýjunga í starfi síðust ár má nefna samstarfssamning við Slökkvilið Höfuðborgar Svæðis og samvinnu við Klébergsskóla með valáfanga í 9. og 10. bekk um björgunarsveitarstarfið.

Feed not found.

Dagatal

February 2023
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

ÍK

Sögufélagið Steini

Facebook