Stjórn ÍK 2019
Guðni Ársæll Indriðason - formaður- This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 615-6383
Lára Kristín Jóhannsdóttir - varaformaður - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 865-4440
Olga Ellen Þorsteinsdóttir - ritari - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 820-7736
Baldur Þór Bjarnason - gjaldkeri -
Björgvin Þór Þorsteinsson - meðstjórnandi- This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 618-1742
Þórður Bogason - varamaður
Berglind Hönnudóttir - varamaður
Björn Jónsson - varamaður - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -
Reynir Kristinsson - varamaður - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -
Samþykktir ÍK
LÖG ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS
SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI Í FÓLKVANGI 20.02.2002
1. Grein
Samtökin heita Íbúasamtök Kjalarness, skammstafað Í.K. Félagssvæðið nær milli Kiðafellsár og Leirvogsár innan borgarmarka Reykjavíkur.
Heimili og varnarþing samtakanna er í Reykjavík
2. Grein
Tilgangur samtakanna er:
Að vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa svæðisins.
Að stuðla að samhug og samstarfi íbúanna.
Nánari skilgreining um tilgang og markmið verði sett í Stefnumörkun er hlýtur staðfestingu aðalfundar.
3. Grein
Allir íbúar Kjalarness, sem þar eiga lögheimili, teljast félagar. Kjörgengi hafa allir lögskráðir íbúar Kjalarness 18 ára og eldri.
4. Grein
Stjórn Í.K. fer með æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda. Stjórn Í.K. skal skipuð fimm stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Kjörtímabilið er til tveggja ára. Stjórnarmenn geta verið endurkjörnir 2svar í röð. Skal kjósa tvo stjórnarmenn á jöfnu ártali en þrjá hitt árið. Varamenn skulu vera þrír og kosnir árlega. Stjórn skiptir með sér verkum.
Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga samtakanna til eins árs.
5. Grein
Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Skylt er að halda stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Ef aðalmaður getur ekki mætt skal kalla varamann í hans stað. Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.
6. Grein
Málefnum samtakanna er stjórnað af:
a) Aðalfundi
b) Stjórn félagsins.
7. Grein
Aðalfund skal halda ár hvert í september, og skal hann boðaður bréflega með fjórtán daga fyrirvara og telst fundarboðunin þá lögleg. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt hvaða greinum laganna fyrirhugað er að breyta. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála, nema lagabreytingar sem þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga samtakanna og kynnir 8 mán. milliuppgjör.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga samtakanna.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar samkvæmt 4. grein þessara laga.
8. Önnur mál.
9. Fundarslit.
8. Grein
Stjórnin skal boða til almenns íbúafundar a.m.k. einu sinni á ári og ef ákveðnar óskir koma fram þar að lútandi. Fundurinn skal auglýstur og boðaður eins og um aðalfund væri að ræða.
9. Grein
Stjórn er heimilt að stofna nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir samtakanna skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða samtökin og halda gerðabók um störf sín.
10. Grein
Lögum þessum má aðeins breyta með 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi.
11. Grein
Ef leggja á samtökin niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir samtakanna skulu þá renna til íþrótta- og æskulýðsmála á félagssvæðinu.
Ákvæði til bráðabirgða.
Vegna framkvæmdar á grein 4 á stofnfundi skal kjósa 2 aðalmenn í stjórn sem sitja til aðalfundar 2002 og 3 sem sitja til aðalfundar 2003.
SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI 20.02.2002
Stefnumörkun ÍK
Stefnumörkun Íbúasamtaka Kjalarness
Umferðaröryggi:
-
Koma upp að- og afreinum á Vesturlandsvegi.
-
Byggja undirgöng, við Grundarhverfi fyrir minni bíla ásamt gangandi ríðandi og hjólandi umferð, sem tengi byggðina saman.
-
Koma á framkvæmdaráætlun, að gerðar verði tengibrautir meðfram vesturlandsvegi að norðan og sunnan.
-
Girða milli Vesturlandsvegar og Vallargrundar frá Brautarholtsvegi að Klébergi.
-
Hækka og breikka umferðarstikur á Vesturlandsveginum
Samgöngur:
-
Krefjast þess að Sundabraut verði byggð nú þegar.
-
Fjölga strætisvagnaferðum sem henta íbúunum
-
Gera Norður-Grafarveg (Innri Kjalarnesveg) að góðum heilsárs vegi.
Göngustígar, reiðstígar og hjólreiðastígar:
-
Sett verði á fót nefnd hagsmunaaðila til að koma með tillögur um heildstætt skipulag fyrir göngustíga, reiðstíga og hjólreiðastíga og tengja stíganeti höfuðborgarsvæðisins. (Samstarf við nágranna sveitarfélög)
-
Leggja stíga með upplýsingakortum, s.s.um fugla, gróðu, örnefni og annan fróðleik.
Umhverfi og umgengni:
-
Sett verði í forgang bann við lausagöngu búfjár og Græni trefilinn.
-
Banna lausagöngu búfjár.
-
Framkvæmd við Græna trefilinn verði hrundið af stað eins fljótt og mögulegt er, og hafa milligöngu um öflun styrkja. Koma á samvinnu við skógræktarfélögin og aðra.
-
Ljúka höfuðborgargirðinu.
-
Fylgjast með skipulagsmálum og standa vörð um hagsmuni íbúa á svæðinu í þeim málum.
-
Skipuleggja uppákomu í tengslum við hreinsunardag að vori.
-
Hreinsa fjörur reglulega, hefja starfið sumarið 2002.
-
Stuðla að því að gengið verði frá útivistarsvæðum fyrir börn og fullorðna í Grundarhverfi, við Arnarhamar, við skógræktarsvæðið í Kollafirði og víðar.
-
Tryggja að fylgt sé ýtrustu kröfum um varnir gegn mengun frá allri atvinnustarfsemi og einnig urðunarsvæði í Álfsnesi.
-
Krefjast þess að atvinnustarfsemi og verklegar framkvæmdir á Kjalarnesi uppfylli ströngustu kröfur um frágang og að ekki stafi af þeim hætta.
-
Frágangur lóða og landareigna. (Bílhræ ofl.)
-
Fylgt verði eftir hugmyndum Íbúaþings um vistvæna byggð.
Skólar:
-
Byggja strax vistvænan leikskóla á Kjalarnesi, samkvæmt þeim hugmyndum sem fyrir liggja.
-
Ljúka við byggingu Klébergsskóla.
-
Tryggja þarf börnum 2-5 ára aðgengi að leikskóla án biðlista
-
Tryggja þarf börnum á Kjalarnesi skólagöngu við bestu aðstæður
-
Stuðla þarf að fjölbreyttu framboði af námskeiðum
Þjónusta:
-
Setja á fót félagsmiðstöð með aðstoð unglinga og áhugasamra íbúa.
-
Standa fyrir árlegri sýningu á smá- og heimilisiðnaði, listsköpun og listiðnaði á svæðinu.
-
Vekja athygli á að lóðastærð og staðsetning auðveldar íbúum á Kjalarnesi að stunda listir og smáiðnað.
-
Standa að netsíðu og útgáfu fréttabréfs með öðrum félagasamtökum á svæðinu. (Kjalarnes.is)
-
Standa að því að bjóða nýja íbúa velkomna í hverfið - kynningar