Grafarvogur og Kjalarnes - Uppstilling kjörseðils Hverfið mitt
- Details
- Created: Tuesday, 04 June 2019 22:23
Vilt þú hafa áhrif á hverfið þitt? - Íbúar stilla upp kjörseðli
Grafarvogur og Kjalarnes - 5. júní 2019 frá kl. 16-18, Hlaðan, frístundamiðstöðin Gufunesbær við Gufunesveg, 112 Reykjavík.
Undanfarin ár hafa hverfisráð tekið ákvarðanir um hvaða 25 hugmyndir af innsendum tækum* hugmyndum fara í kosningu. Í ár ber svo við að ný hverfisráð taka ekki til starfa fyrr en í haust. Því hefur Reykjavíkurborg ákveðið að opna samráðsferlið og gefa íbúum og hagaðilum í hverfunum kost á að velja þær hugmyndir sem verða á kjörseðlinum.
Á eftirfarandi dögum verða opin hús fyrir hverfi Reykjavíkurborgar frá kl. 16-18. Þar munu tækar* hugmyndir hanga uppi á vegg til sýnis. Þátttakendur fá atkvæðaseðil þar sem þeir gefa þeim 25 hugmyndum sem þeim hugnast best atkvæði sitt. Atkvæðaseðlum verður skilað í kjörkassa á staðnum og þær 25 hugmyndir sem fá flest atkvæði verða á kjörseðli hverfisins í hverfakosningunum í haust.
Allir sem hafa sent inn hugmyndir, skrifað rök eða líkað við hugmyndir annarra eru hvattir til þess að koma og hafa áhrif á hvaða 25 hugmyndir fara á kjörseðilinn í haust.
Opið hús fyrir hverfi Reykjavíkurborgar:
Breiðholt - 3. júní 2019 frá kl. 16-18, menningarmiðstöðin Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík.
Miðborg, Vesturbær og Hlíðar - 4. júní 2019 frá kl. 16-18, félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð 43, 105 Reykjavík.
Grafarvogur og Kjalarnes** - 5. júní 2019 frá kl. 16-18, Hlaðan, frístundamiðstöðin Gufunesbær við Gufunesveg, 112 Reykjavík.
Árbær, Grafarholt og Úlfarsárdalur - 11. júní 2019 frá kl. 16-18,
félagsmiðstöðin Holtið, Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir - 13. júní 2019 frá kl. 16-18, félagsmiðstöðin Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
*Tækar hugmyndir eru þær hugmyndir sem standast lög og reglur, eru innan fjárheimilda verkefnisins, eru útfærðar á landi Reykjavíkurborgar og stangast ekki á við skipulag.
**Alls voru 13 hugmyndir tækar af 25 sem bárust á Kjalarnes og því ekki þörf á uppstillingu á kjörseðil. En tækar hugmyndir verða til sýnis.
Kaffi og kleinur í boði og öll velkomin!