Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Verðlaunatillagan Ljómi

Skúlaverðlaunin 2016 voru afhent í gær á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Sigrún Ólöf Einarsdóttir fyrir lampaseríuna „Ljóma“.

Sigrún er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands og hefur rekið glerblásturvinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi í 36 ár.

Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin.

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin dagana 3.-7. nóvember og voru þátttakendur 58 talsins. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn.  Skilyrðin voru að hlutirnir  máttu hvorki  hafa  verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu  tillögur bárust og faglega valnefnd skipuðu Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Þóra Björk Schram textíllistamaður.

Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri SI afhendir Sigrún Ó. Einarsdóttur verðlaunin
Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri SI afhendir Sigrún Ó. Einarsdóttur verðlaunin

 

Almar, Sigrún, Sunneva
Almar, Sigrún, Sunneva

 

Verðlaunatillagan Ljómi
Verðlaunatillagan Ljómi

 

Verðlaunatillagan Ljómi
Verðlaunatillagan Ljómi

 

Verðlaunatillagan Ljómi
Verðlaunatillagan Ljómi

Af vef Handverks og hönnunar.

Feed not found.

Dagatal

March 2023
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook