Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Boðað er til opins vinnufundar fyrir íbúa Kjalarness þann 7. nóvember kl. 17:30 í Fólkvangi. Tilefnið er frekari stefnumörkun um  framtíðarsýn fyrir landbúnað og landnýtingu á Kjalarnesi.

Í dag er starfandi starfshópur sem hefur það hlutverk að móta landbúnaðarstefnu fyrir allt Kjalarnesið.

 

Starfshópinn skipa fulltrúar allra flokka í borgarstjórn og með hópnum starfa fulltrúar frá Skipulagsfulltrúa, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og frá skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Markmið hópsins er að setja skýrari ákvæði um ræktun og matvælaframleiðslu á landbúnaðarsvæðum og ákveðnari reglur um þá matvælaframleiðslu sem er starfsleyfisskyld. Leiðarljósið er að efla landbúnað sem nýtir gæði landsins til ræktunar og matvælaframleiðslu.

Starfshópurinn hefur mikinn áhuga á að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa á svæðinu til að vinna með við frekari stefnumótun.

Hefðbundinn landbúnaður verið á undanhaldi á Kjalarnesi á undanförnum árum. Matvælaframleiðsla á svæðinu er í auknum mæli bundin við þauleldi, þar sem gæði viðkomandi landbúnaðarlands nýtast takmarkað. Breyttar áherslur í landbúnaði, með auknu vægi lífrænnar ræktunar og beinni tengslum framleiðenda og neytenda, getur skapað ný tækifæri í matvælaframleiðslu á Kjalarnesi. Þar nýtur Kjalarnesið nálægðar við stærsta þéttbýlissvæði landsins, þar sem eftirspurn eftir lífrænt vottuðum afurðum beint frá býli eykst sífellt.

Stefnt er að því að drög að landbúnaðarstefnunni verði tilbúin fljótlega eftir áramót og verða þau kynnt á opnum fundi.

 

Allir íbúar á Kjalarnesi eru velkomnir á fundinn.

Feed not found.

Dagatal

February 2023
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook