Framtíð ESJUNNAR, breyttur fundartími.
- Details
- Created: Thursday, 03 November 2016 20:25
Að ósk borgarfulltrúa Reykjavíkur færum við áður auglýstan fund fram til miðvikudagsins 9. nóvember.
Íbúasamtök Kjalarness bjóða hér með til opins fundar miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00, til þess að ræða pólitíska hugsjón borgarfulltrúa og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á græna treflinum og svæðinu við og í næsta nágrenni við Esjuna.
Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Við óskum einlæglega eftir nærveru þinni á þessum fundi til þess að eiga uppbyggilegt samtal um skipulagið á og við þetta djásn Reykjavíkur.
Ýmis gögn Íbúasamtakanna er HÉR að finna.