Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes, Reykjavík

Mat á umhverfisáhrifum - ákvörðun um matsskyldu

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes, Reykjavík skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar er aðgengileg hér.

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 15. júlí 2019.

Af vef skipulagsstofnunar.

Björgun fær lóð í Álfsnesvík

Fréttatilkynning

 

4.6.2019

 

 

Björgun og Reykjavíkurborg undirrituðu samkomulag í gær um að Björgun fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík.

 

Reykjavíkurborg hefur veitt Björgun vilyrði um lóð undir starfsemi sína við Álfsnesvík. Björgun sem vinnur að dýpkun og uppdælingu steinefna úr sjó er hætt starfsemi sinni við Sævarhöfða.

Read more: Björgun fær lóð í Álfsnesvík

Framtíðarsýn Kjalnesinga - hafðu áhrif

Starfshópur um þjónustu á Kjalarnesi boðar til vinnustofu með íbúum. Markmiðið er að ræða saman um þjónustu borgarinnar á Kjalarnesi og móta hugmyndir til framtíðar. Efni sem verður til á vinnustofunni verður notað í skýrslu sem verður lögð fyrir borgarráð á haustmánuðum. Vinnustofan gefur íbúum tækifæri til að leggja sitt af mörkunum í þróun þjónustu í sínu hverfi.

Vinnustofan verður þriðjudaginn næstkomandi, 4.júní kl 18-20 í Fólkvangi.
Heitt á könnunni og léttar veitingar í boði.
Hlakka til að sjá sem flesta ? Skráðu þig hér: bit.ly/vinnustofa_kjalarnes

Grafarvogur og Kjalarnes - Uppstilling kjörseðils Hverfið mitt

Vilt þú hafa áhrif á hverfið þitt? - Íbúar stilla upp kjörseðli
Grafarvogur og Kjalarnes - 5. júní 2019 frá kl. 16-18, Hlaðan, frístundamiðstöðin Gufunesbær við Gufunesveg, 112 Reykjavík.

Undanfarin ár hafa hverfisráð tekið ákvarðanir um hvaða 25 hugmyndir af innsendum tækum* hugmyndum fara í kosningu. Í ár ber svo við að ný hverfisráð taka ekki til starfa fyrr en í haust. Því hefur Reykjavíkurborg ákveðið að opna samráðsferlið og gefa íbúum og hagaðilum í hverfunum kost á að velja þær hugmyndir sem verða á kjörseðlinum.

Read more: Grafarvogur og Kjalarnes - Uppstilling kjörseðils Hverfið mitt

Starfshópur um þróun þjónustu á Kjalarnesi

Á fundi borgarráðs 7 mars síðastliðinn var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. mars 2019, þar sem erindisbréf starfshóps um skoðun og þróun þjónustu á Kjalarnesi er lagt fram til kynningar.

Tilefnið er að liðin eru 20 ár frá sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur, á þeim tíma vann starfshópur tillögur sem fengu nafnið "Bláa Bókin" um þjónustu og verkefni á Kjalarnesi. Lagt er til að starfshópurinn skoði almenna þróun á Kjalarnesi sem og þessar tillögur "Bláu bókarinnar" og fleiri og hvað hefur ræst af þeim.

4 fulltrúar í starfshópnum eru skipaðir af stýrihóp um innleiðingu Þjónustustefnu og tveir frá Íbúasamtökum Kjalarness. Stjórn ÍK hefur valið þá Guðna Ársæl Indriðason og Reyni Kristinsson til að taka sæti í starfshópnum.

Erindisbréf

Fundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Reykjavíkurborg boðar til kynningarfundar 5. júní nk. um drög að samantekt starfshóps um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes. Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi í Grundarhverfi og hefst kl. 20.00.

Starfshópurinn var skipaður í upphafi árs 2016 með tilnefndum fulltrúum allra flokka í þáverandi borgarstjórn, auk þess hafa starfað hópnum fulltrúar frá embætti skipulagsfulltrúa, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og frá skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.

Read more: Fundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Skýrsla um landbúnaðarstefnu á Kjalarnesi

Fyrir um tveimur og hálfu ári vorum við Kjalnesingar boðaðir til vinnufundar um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes, og voru tillögur boðaðar fljótlega eftir áramót, reyndar ekki sagt hvaða áramót.

Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Nú fyrir nokkr var umrædd skýrsla eða drög rædd í borgarstjórn. Af lestri hennar virðist hún vera hafa það megin markmið að koma eitthverjum hömlum á núverandi landbúnað á Kjalarnesi.

Landbúnaðarstefna fyrir Kjalarnes

Feed not found.

Dagatal

June 2023
S M T W T F S
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook