Aðalfundur Íbúasamtaka Kjalarness 2019

Aðalfundur ÍK var haldinn fimmtudagskvöldið 14 mars 2019. Mjög góð mæting var á fundinn. Fráfarandi formaður Sigþór Magnússon flutti skýrslu stjórnar um stöf liðins árs. Óhætt er að segja að ýmislegt hefur verið gert eins og áður, en verkefnalistinn styttist ekkert sama hve mikið stjórn ÍK leggur á sig mikla vinnu hverju sinni en þá er verkefni samtakanna endalaus.
Kosin var stjórn og hélt hún sinn fyrsta stjórnarfund nokkru síðar og skipti með sé verkum en hún er eftirfarandi:


Guðni Ársæll Indriðason - formaður-
Lára Kristín Jóhannsdóttir - varaformaður

Olga Ellen Þorsteinsdóttir - ritari
Baldur Þór Bjarnason - gjaldkeri
Björgvin Þór Þorsteinsson - meðstjórnandi


Þórður Bogason - varamaður
Berglind Hönnudóttir - varamaður
Björn Jónsson - varamaður
Reynir Kristinsson - varamaður

Aðalfundur Þróunarfélags Kjalnesinga

Aðalfundur Þróunarfélags Kjalnesinga verður haldinn í Búahelli Fólkvangi miðvikudagskvöldið 9 maí 2018 kl 20:00.

Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi

 

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi verður haldinn í félagsheimilinu Fólkvangi laugardaginn 7. janúar og hefst stundvíslega kl. 13:00.

Read more: Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi

VESTURLANDSVEGUR – UMFERÐARÖRYGGI

Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness, bæjar- og sveitarstjórnir Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, boða til fundar um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda.
Fundurinn veður 22. febrúar kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi. Um er að ræða opinn fund og til hans boðað, auk íbúa á svæði fundarboðenda, þingmönnum Norðurlands vestra og Reykjavíkur, vegamálastjóra, ráðherra vegamála og borgarstjórn Reykjavíkur.
Öllum er ljóst hversu hættulegur umræddur vegur er. Lögð hafa verið drög að endurgerð hans en fjármagn hefur ekki fengist til framkvæmda.
Fundinum er ætlað að sýna ráðamönnum fram á að ekki má lengur láta undir höfuð leggjast að bæta hér úr. Í núverandi fjárlögum er ekki gert ráð fyrir þessum endurbótum utan hringtorgs á Esjumelum. Við svo búið má ekki standa.

Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar

Í kvöld var fundur um framtíð Esjunnar, fundargestir voru um 100 auk fimm kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, í lok fundarins var eftirfarandi ályktun gerð:

 

Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar haldinn 09.11.2016

 

Esjan er eitt helsta kennileiti borgarinnar og gönguleiðir á og við Esjuna í landi Mógilsár hafa um lengri tíma verið eitt af vinsælustu útivistarsvæðum höfuðborgarbúa.

Read more: Ályktun fundar um Framtíð Esjunnar

Framhaldsaðalfundur ÍK

Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hefur ákveðið að halda fyrirhugaðan framhaldsaðalfund Þriðjudagskvöldið 18. apríl 2017 kl. 20:00 í Fólkvangi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Verðlaunatillagan Ljómi

Skúlaverðlaunin 2016 voru afhent í gær á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Sigrún Ólöf Einarsdóttir fyrir lampaseríuna „Ljóma“.

Sigrún er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands og hefur rekið glerblásturvinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi í 36 ár.

Read more: Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Feed not found.

Dagatal

February 2023
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook