Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Boðað er til opins vinnufundar fyrir íbúa Kjalarness þann 7. nóvember kl. 17:30 í Fólkvangi. Tilefnið er frekari stefnumörkun um  framtíðarsýn fyrir landbúnað og landnýtingu á Kjalarnesi.

Í dag er starfandi starfshópur sem hefur það hlutverk að móta landbúnaðarstefnu fyrir allt Kjalarnesið.

Read more: Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes

Framtíð ESJUNNAR, breyttur fundartími.

Að ósk borgarfulltrúa Reykjavíkur færum við áður auglýstan fund fram til miðvikudagsins 9. nóvember.
Íbúasamtök Kjalarness bjóða hér með til opins fundar miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00, til þess að ræða pólitíska hugsjón borgarfulltrúa og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á græna treflinum og svæðinu við og í næsta nágrenni við Esjuna.

Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Við óskum einlæglega eftir nærveru þinni á þessum fundi til þess að eiga uppbyggilegt samtal um skipulagið á og við þetta djásn Reykjavíkur.

Ýmis gögn Íbúasamtakanna er HÉR að finna.

Fréttatilkynning Í.K.

Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:

Íbúasamtök Kjalarness leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samning um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. um svifbraut á Esju. Svifbrautin er ekki í samræmi við gildandi skipulag og umsagnaraðilar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg vara við framkvæmdunum. Íbúasamtökin gera einnig alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu í tengslum við verkefnið. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipulagi hefur verið skilgreindur með lítið útivistarþol. Um er að ræða:

Framtíð ESJUNNAR

Íbúar á Kjalarnesi hafa að gefnu tilefni, síðan í febrúar í ár, ítrekað beðið um fund hjá Reykjavíkurborg varðandi hugmyndir um framkvæmdir í Esjuhlíðum sem ríma ekki við núgildandi skilgreiningu á ”græna treflinum”. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því.

Frá aðalfundi Í.K.

AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS var haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi.

Til fundarins var boðað fyrst og fremst til að endurvekja Íbúasamtökin.

Fráfarandi formaður Ásgeir Harðarson lýsti stuttlega stöðu félagsins og lagði fram bókhald þess en ekki í formi ársreikninga. Ákveðið var að kjósa starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi sem boðað verði til í haust. Fyrir þann fund verði stjórnin búin að gera ársreikninga undanfarinna ára tilbúna til umfjöllunar og þá samykktar svo starfsemi félagsins komist í eðlilegt horf. Þá fól fundurinn starfsstjórninni að fylgja eftir hagsmunamálum félagsins fram að framhaldsfundinum.

Read more: Frá aðalfundi Í.K.

Ilmolíumessa á sunnudaginn kl.11 í Brautarholtskirkju

http://kirkjan.is/reynivallaprestakall/skraarsofn/reynivallaprestakall/2016/10/images-1.jpegIlmolíu- messa verður í Brautarholtskirkju sunnudaginn 16. október kl.11.  Í messunni verður lögð áhersla á íhugun og kyrrð. Sungnir verða rólegir íhugunarsálmar frá Taize og predikunin fjallar um nálægð Guðs. Altarisganga fer fram og biblíuolía verður notuð til að kyrra líkama og sál í upphafi messunnar.

Organisti er Douglas Brotchie og Margrét Grétarsdóttir leiðir íhugunarsálma og messusvör. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS 2016

AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS var haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi.

Til fundarins var boðað fyrst og fremst til að endurvekja Íbúasamtökin.

Fráfarandi formaður Ásgeir Harðarson lýsti stuttlega stöðu félagsins og lagði fram bókhald þess en ekki í formi ársreikninga. Ákveðið var að kjósa starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi sem boðað verði til í haust. Fyrir þann fund verði stjórnin búin að gera ársreikninga undanfarinna ára tilbúna til umfjöllunar og þá samþykktar svo starfsemi félagsins komist í eðlilegt horf. Þá fól fundurinn starfsstjórninni að fylgja eftir hagsmunamálum félagsins fram að framhaldsfundinum.

Starfsstjórnin sem kosin var á fundinum hefur skipt með sér verkum.

Feed not found.

Dagatal

March 2023
S M T W T F S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31

Á döfinni

No events

Björgunarsveitin Kjölur

Sögufélagið Steini

Facebook