Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes
- Details
- Created: Friday, 04 November 2016 21:05
Boðað er til opins vinnufundar fyrir íbúa Kjalarness þann 7. nóvember kl. 17:30 í Fólkvangi. Tilefnið er frekari stefnumörkun um framtíðarsýn fyrir landbúnað og landnýtingu á Kjalarnesi.
Í dag er starfandi starfshópur sem hefur það hlutverk að móta landbúnaðarstefnu fyrir allt Kjalarnesið.
Framtíð ESJUNNAR, breyttur fundartími.
- Details
- Created: Thursday, 03 November 2016 20:25
Að ósk borgarfulltrúa Reykjavíkur færum við áður auglýstan fund fram til miðvikudagsins 9. nóvember.
Íbúasamtök Kjalarness bjóða hér með til opins fundar miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00, til þess að ræða pólitíska hugsjón borgarfulltrúa og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á græna treflinum og svæðinu við og í næsta nágrenni við Esjuna.
Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Við óskum einlæglega eftir nærveru þinni á þessum fundi til þess að eiga uppbyggilegt samtal um skipulagið á og við þetta djásn Reykjavíkur.
Ýmis gögn Íbúasamtakanna er HÉR að finna.
Fréttatilkynning Í.K.
- Details
- Created: Wednesday, 10 August 2016 20:21
Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:
Framtíð ESJUNNAR
- Details
- Created: Sunday, 16 October 2016 00:04
Frá aðalfundi Í.K.
- Details
- Created: Tuesday, 09 August 2016 20:26
AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS var haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi.
Til fundarins var boðað fyrst og fremst til að endurvekja Íbúasamtökin.
Fráfarandi formaður Ásgeir Harðarson lýsti stuttlega stöðu félagsins og lagði fram bókhald þess en ekki í formi ársreikninga. Ákveðið var að kjósa starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi sem boðað verði til í haust. Fyrir þann fund verði stjórnin búin að gera ársreikninga undanfarinna ára tilbúna til umfjöllunar og þá samykktar svo starfsemi félagsins komist í eðlilegt horf. Þá fól fundurinn starfsstjórninni að fylgja eftir hagsmunamálum félagsins fram að framhaldsfundinum.
Ilmolíumessa á sunnudaginn kl.11 í Brautarholtskirkju
- Details
- Created: Friday, 14 October 2016 07:17
Ilmolíu- messa verður í Brautarholtskirkju sunnudaginn 16. október kl.11. Í messunni verður lögð áhersla á íhugun og kyrrð. Sungnir verða rólegir íhugunarsálmar frá Taize og predikunin fjallar um nálægð Guðs. Altarisganga fer fram og biblíuolía verður notuð til að kyrra líkama og sál í upphafi messunnar.
Organisti er Douglas Brotchie og Margrét Grétarsdóttir leiðir íhugunarsálma og messusvör. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.
AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS 2016
- Details
- Created: Wednesday, 20 July 2016 15:12
AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS var haldinn þriðjudagskvöldið 19. júlí 2016 í Fólkvangi.
Til fundarins var boðað fyrst og fremst til að endurvekja Íbúasamtökin.
Fráfarandi formaður Ásgeir Harðarson lýsti stuttlega stöðu félagsins og lagði fram bókhald þess en ekki í formi ársreikninga. Ákveðið var að kjósa starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi sem boðað verði til í haust. Fyrir þann fund verði stjórnin búin að gera ársreikninga undanfarinna ára tilbúna til umfjöllunar og þá samþykktar svo starfsemi félagsins komist í eðlilegt horf. Þá fól fundurinn starfsstjórninni að fylgja eftir hagsmunamálum félagsins fram að framhaldsfundinum.
Starfsstjórnin sem kosin var á fundinum hefur skipt með sér verkum.
GREINA FLOKKAR
Á döfinni
No events |
Björgunarsveitin Kjölur
-
Neyðarkall – fyrsta hjálp
11 November 2022Hin árlega styrktarsala...
-
Sumarið er tíminn ..
25 August 2022Í ýmsu skemmtilegu er...
-
Nýr Kjölur 2
19 May 2022Nýr Kjölur 2 hefur...
-
Lægðagangur á Þorra og Góu
02 March 2022Verkefnislota hjá...
ÍK
- Fréttatilkynning Í.K. 10-08-2016
- Frá aðalfundi Í.K. 09-08-2016
- AÐALFUNDUR ÍBÚASAMTAKA KJALARNESS 26-06-2016
- Framtíð ESJUNNAR 16-10-2016
Menning og listir
Sögufélagið Steini
- Bakki og Bakkaholt 20-01-2012
- Ártún 20-01-2012
- Jörfi 20-01-2012
- Arnarhamar 22-01-2012
Brautarholtssókn
Skipulagsmál
- Framtíð ESJUNNAR 16-10-2016
- Framtíð ESJUNNAR, breyttur fundartími. 03-11-2016
- Vinnufundur um landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes 04-11-2016
- Skýrsla um landbúnaðarstefnu á Kjalarnesi 17-04-2019