Áhaldahús

Hverfastöðvar

Framkvæmdasvið  Reykjavíkur rekur hverfastöðvar sem sinna ýmsum verkefnum og þjónustu við íbúana í viðkomandi hverfum. Borgarbúar geta leitað til hverfastöðvanna með ábendingar og athugasemdir um hvaðeina er varðar götur, gönguleiðir, opin svæði, snjómokstur, hreinsun, grasslátt og fleira. 

Hverfastöðin Kjalarnesi, sími: 411 8480.
Stöðin þjónar Kjalarnesi.

Hver hverfastöð sinnir eftirfarandi verkefnum á sínu svæði:
Ø Viðhald malbikaðra og hellulagðra hraðahindrana.
Ø Viðhald þrenginga, umferðareyja og 30 km hliða.
Ø Viðhald göngustíga, gangstétta, kantsteina og áningarstaða.
Ø Peruskipti og hreinsun umferðarljósa, hreinsun skilta, vegvísa og skiltabrúa.
Ø Hreinsun og viðhald ruslastampa.
Ø Grassláttur og grasviðgerðir.
Ø Viðhald girðinga, leikvalla og leiktækja.
Ø Vorhreinsun opinna svæða.
Ø Þjónusta við vinnuskólann og ellilífeyrisþega.
Ø Áramótabrennur, uppsetning og hirðing jólatrjáa.
Ø Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun niðurfalla.
Ø Málun og stærri viðgerðir brúa og undirganga, hreinsun veggjakrots.

powered by social2s