Fréttatilkynning Í.K.

Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar svifbrautar (kláfs) á Esju í mógilsá. En þar segir:

Íbúasamtök Kjalarness leggjast alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirriti samning um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengslum við áætlanir fyrirtækisins Esjuferju ehf. um svifbraut á Esju. Svifbrautin er ekki í samræmi við gildandi skipulag og umsagnaraðilar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg vara við framkvæmdunum. Íbúasamtökin gera einnig alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu í tengslum við verkefnið. Svifbrautinni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipulagi hefur verið skilgreindur með lítið útivistarþol. Um er að ræða:
Reykjavíkurborg hefur að ósk einkafyrirtrækis staðið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um milligöngu um leigu á landi undir kláf og þjónustustöðvar í Esju, innan marka „Græna trefilsins“. Lóðaleigusamningur liggur nú fyrir og stendur undirritun af hálfu borgarráðs til á næstunni. Með samningnum er land tekið af Skógrækt ríkisins og leigt til Reykjavíkurborgar.

 

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni HÉR.

 

Frekari gögn um málið er að finna HÉR.

 

Áður hefur hverfisráð kjalarness fjallað um málið og á 144 fundi ráðsins var samþykkt bókun sem má lesa HÉR.

 

powered by social2s